Heilu þorpin fóru á kaf 2. apríl 2007 12:24 Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. Skjálftinn sem reið yfir Salómonseyjar og nágrenni hans um níuleytið í gærkvöld að íslenskum tíma var afar stór eða 8,1 stig. Upptök hans voru nánast beint undir eyjaklasanum, sem er í vestanverðu Kyrrahafinu, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Honiara. Örskömmu síðar skall tröllvaxin flóðbylgja á ströndum eyjanna, að jafnaði um fjögurra til fimm metra há en sums staðar allt upp í tíu metrar. Hún færði heilu þorpin á kaf og fjölmörg hús eru sögð hafa skolast með henni á haf út. Þegar hefur á annan tug líka fundist en fjölda fólks er ennþá saknað. Því er óttast að mannfall sé mun meira enda segjast sjónarvottar hafa séð lík fljótandi á haffletinum. Yfirvöld á eyjunum segja reyndar mestu mildi hversu langt var liðið á morguninn því þorri eyjaskeggja virðist hafa verið kominn á fætur og náð að forða sér í öruggt skjól. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Ástralíu en níu klukkustundum síðar var henni aflétt þegar ljóst var orðið að áhrif bylgjunnar hefði gætt á takmörkuðu svæði. Salómonseyjar eru á miklu jarðhræringasvæði, Eldhringnum svonefnda, en á sama svæði myndaðist flóðbylgjan á annan dag jóla 2004 sem kostaði hátt í 300.000 mannslíf. Erlent Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til. Skjálftinn sem reið yfir Salómonseyjar og nágrenni hans um níuleytið í gærkvöld að íslenskum tíma var afar stór eða 8,1 stig. Upptök hans voru nánast beint undir eyjaklasanum, sem er í vestanverðu Kyrrahafinu, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Honiara. Örskömmu síðar skall tröllvaxin flóðbylgja á ströndum eyjanna, að jafnaði um fjögurra til fimm metra há en sums staðar allt upp í tíu metrar. Hún færði heilu þorpin á kaf og fjölmörg hús eru sögð hafa skolast með henni á haf út. Þegar hefur á annan tug líka fundist en fjölda fólks er ennþá saknað. Því er óttast að mannfall sé mun meira enda segjast sjónarvottar hafa séð lík fljótandi á haffletinum. Yfirvöld á eyjunum segja reyndar mestu mildi hversu langt var liðið á morguninn því þorri eyjaskeggja virðist hafa verið kominn á fætur og náð að forða sér í öruggt skjól. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Ástralíu en níu klukkustundum síðar var henni aflétt þegar ljóst var orðið að áhrif bylgjunnar hefði gætt á takmörkuðu svæði. Salómonseyjar eru á miklu jarðhræringasvæði, Eldhringnum svonefnda, en á sama svæði myndaðist flóðbylgjan á annan dag jóla 2004 sem kostaði hátt í 300.000 mannslíf.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira