Erlent

Hún kann heldur ekki að syngja

Óli Tynes skrifar
Alexandra Hai á gondólanum sem hún kann ekki að stýra.
Alexandra Hai á gondólanum sem hún kann ekki að stýra. MYND/AP
Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja  hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns.

Það er nefnilega ekkert smámál að verða gondólaræðari í Feneyjum. Til þess að fá atvinnuleyfi verða menn að sækja 150 tíma námskeið og ganga síðan undir próf, bæði skriflegt og verklegt. Og það þarf meira en að líta vel út í strípaðri skyrtu, til að ráða við fleyið. Gondólarnir eru þrjátíu og fimm feta langir og fjórðungur úr tonni að þyngd. Það þarf því bæði afl og lagni til þess að róa þeim og stýra með einni ár.

Og svo þurfa menn að geta sungið á meðan, sem Alexandra Hai kann ekki heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×