Erlent

Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo

Hæstiréttur Bandaríkjanna.
Hæstiréttur Bandaríkjanna.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir.

Með þessum úrskurði sleppur hæstiréttur við að úrskurða um hvort hryðjuverkalög sem sett voru á síðasta ári, standist gagnvart stjórnarskrá landsins.

Í þessum lögum er meðal annars kveðið á um að fangar hafi ekki rétt til þess að leita til dómstóla um fangelsun sína. Mörg mannréttindasamtök segja að þetta sé bæði brot á bandarísku stjórnarskránni og á alþjóðalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×