Viðskipti erlent

Hráolíuverð lækkaði lítillega

Oliuvinnslustöð í Bandaríkjunum.
Oliuvinnslustöð í Bandaríkjunum. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði í dag eftir nokkra hagnaðartöku fjárfesta á helstu mörkuðum. Olíuverðið er þó enn yfir 65 bandaríkjadölum á tunnu.

Olíuverðið tók að hækkað nokkuð fyrir rúmri viku þegar 15 breskir sjóliðar voru handteknir innan írönsku landhelginnar. Þá spilar inn í að byssumenn rændu tveimur starfsmönnum erlends olíufélags í Nígeríu fyrir stuttu.

Verð á olíu, sem afhent verður í maí, lækkaði um 36 sent á markaði í dag og stendur í 65,51 dal á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði hins vegar um 42 sent og stendur í 68,52 dölum á tunnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×