Erlent

Kasparov hunsar bann Putins

Óli Tynes skrifar
Garry  Kasparov.
Garry Kasparov.

Samtökin Hitt Rússland ætla að hunsa bann yfirvalda við mótmælagöngu í Moskvu, síðar í þessum mánuði. Oft hefur verið róstusamt í mótmælagöngum samtakanna og lögreglumenn hafa beitt kylfum til þess að leysa þær upp. Formaður samtakanna er skákmeistarinn Garry Kasparov, sem er hatrammur andstæðingur Vlaidmirs Putins, forseta.

Hitt Rússland er eiginlega regnhlífarsamtök fyrir fjölmarga andófshópa sem eiga fátt annað sameiginlegt en að vera illa við Putin. Forsetinn nýtur hinsvegar töluverðrar hylli í landinu vegna hagvaxtar og pólitísks stöðugleika. Talsverður hluti af þeim hagvexti kemur frá sölu á olíu og gasi, sem Putin er smámsaman að færa undir ríkisfyrirtæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×