Innlent

Alcan dæmt til að greiða starfsmanni bætur vegna slyss

Alcan var í dag dæmt til að greiða starfsmanni í álverinu í Straumsvík nærri 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna slyss sem hann varð fyrir við vinnu sína í einum af kerskálum álversins í maí 2001.

Maðurinn var á leið á reiðhjóli inni í kerskálanum þegar hann lenti í árekstri við lyftara. Samkvæmt akstursreglum Alcan bar ökumanni lyftarans að virða stöðvunarskyldu fyrir umferð sem kom þvert á akstursstefnu hans og var hann því talinn bera meginsök á slysinu en sá sem slasaðist var þó látinn bera þriðjung tjóns síns sjálfur.

Í ljósi þess að matsmenn höfðu metið varanlega örorku mannsins tíu prósent og varanlega miska tíu prósent var Alcan dæmt til að greiða manninum fyrrgreinda upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×