Innlent

Dæmdur fyrir stórkostlegt hirðuleysi

Fyrrverandi framkvæmdastjóri einkahlutafélags var í Hæstarétti í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 2,8 milljónir króna í sekt fyrir að hafa sýnt af sér stórkostlegt hirðuleysi með aðgerðarleysi sínu við að skila inn skilagreinum og staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldin var eftir af launum starfsmanna félagsins.

Brot hans varðaði að mati Hæstaréttar bæði við lög um staðgreiðslu opinberra gjalda og almennra hegningarlög. Með þessum dómi staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manninum, en fangelsisrefsingin er skilorðsbundin í tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×