Tónlist

Silvía Nótt og Trabant með tónleika á NASA í kvöld

MYND/Hörður Sveinsson
Stórtónleikar verða á NASA í kvöld þar sem ofurstjarnan Silvía Nótt og electro-rokksveitin Trabant leiða saman hesta sína. Þá mun betri helmingur tvíeykisins Gullfoss og Geysir sjá um að magna upp stemningu áður en stjörnur kvöldsins stíga á stokk.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna ætlar Sivlía Nótt að frumflytja efni af nýrri breiðskífu sinni, Goldmine, sem hún sendir frá sér í vikunni en skífuna vann hún í samvinnu við Sölva Blöndal, Warren Riker o.fl. Trabant mun einnig prufukeyra nýtt efni í bland við eldra efni en sveitin heldur innan tíðar í tónleikaferð um Bretland sem nær hápunkti á Glastonbury-hátíðinni í júní.

Tónleikarnir hefjast um miðnætti en húsið verður opnað klukkan 23.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×