Hótaði afgreiðslukonu með hamri 4. apríl 2007 13:53 MYND/Ingólfur Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað. Ákæran á hendur manninum var í þremur liðum. Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum með hafnaboltakylfu á lofti og í öðru lagi fyrir þjófnað með því að brjótast inn í skartgripaverslun og hafa þaðan á brott með sér skartgripi að verðmæti 370 þúsund krónur. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir rán í söluturni við Hafnarstræti en þar ógnaði hann afgreiðslukonu með hamri. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn sök í fyrstu tveimur ákæruliðunum en þar sem honum var gefin að sök háttsemi sem varðað getur 10 ára fangelsi í þriðja ákæruliðnum fór fram aðalmeðferð vegna þess liðar. Maðurinn kvaðst ekki muna eftir atvikinu þegar hann rændi söluturninn þar sem hann hefði verið búinn að taka of mikið af kvíðastillandi lyfjum og drekka áfengi með því. Hann kvaðst þó ekki rengja það sem segði í lögregluskýrslum. Þótti hann því hafa framið verknaðinn. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hafði ekki áður komist í kast við lögin og að hann hefði játað á sig brotin. Jafnframt var horft til þess að hann hefði hótað bæði lögreglumönnunum og afgreiðslukonunni með hættulegum verkfærum. Þótti refsing hans því hæfileg níu mánaða fangelsi en af því eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða Vátryggingafélagi Íslands nærri 500 þúsund krónur í bætur, meðal annars vegna skartgripanna sem hann stal en þeir komu aldrei í leitirnar. Dómsmál Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundna, fyrri brot gegn valdstjórninni, rán og þjófnað. Ákæran á hendur manninum var í þremur liðum. Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hóta lögreglumönnum með hafnaboltakylfu á lofti og í öðru lagi fyrir þjófnað með því að brjótast inn í skartgripaverslun og hafa þaðan á brott með sér skartgripi að verðmæti 370 þúsund krónur. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir rán í söluturni við Hafnarstræti en þar ógnaði hann afgreiðslukonu með hamri. Við þingfestingu málsins játaði maðurinn sök í fyrstu tveimur ákæruliðunum en þar sem honum var gefin að sök háttsemi sem varðað getur 10 ára fangelsi í þriðja ákæruliðnum fór fram aðalmeðferð vegna þess liðar. Maðurinn kvaðst ekki muna eftir atvikinu þegar hann rændi söluturninn þar sem hann hefði verið búinn að taka of mikið af kvíðastillandi lyfjum og drekka áfengi með því. Hann kvaðst þó ekki rengja það sem segði í lögregluskýrslum. Þótti hann því hafa framið verknaðinn. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að maðurinn hafði ekki áður komist í kast við lögin og að hann hefði játað á sig brotin. Jafnframt var horft til þess að hann hefði hótað bæði lögreglumönnunum og afgreiðslukonunni með hættulegum verkfærum. Þótti refsing hans því hæfileg níu mánaða fangelsi en af því eru sex mánuðir skilorðsbundnir til þriggja ára. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða Vátryggingafélagi Íslands nærri 500 þúsund krónur í bætur, meðal annars vegna skartgripanna sem hann stal en þeir komu aldrei í leitirnar.
Dómsmál Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira