Golf

Stenson og Rose efstir - Els í vandræðum

Henrik Stensson
Henrik Stensson NordicPhotos/GettyImages

Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose eru efstir nú þegar Masters mótið á Augusta National vellinum í Georgíu er rétt skriðið af stað. Báðir eru þeir Stenson og Rose á tveimur höggum undir pari en Stenson hefur lokið við 9 holur en Rose 6.

Ernie Els hefur verið í nokkrum vandræðum í upphafi móts en eftir 8 holur er hann á fimm yfir pari þar sem hann hefur fengið tvo skolla á annari og áttundu holu en Els hóf mótið á tvöföldum skolla á fyrstu holu. Scott Verplank er þessa stundina efstur þeirra kylfinga sem hafa lokið fyrsta hring en hann er á einu höggi yfir pari.

Frétt af kylfingur.is 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×