Erlent

Tekist á um orðalag loftslagsskýrslu

Margir spá því að jöklar eigi eftir að bráðna í stórum stíl í náinni framtíð.
Margir spá því að jöklar eigi eftir að bráðna í stórum stíl í náinni framtíð. MYND/Vísir

Loftslagssérfræðingar tókust á í dag um hvernig ætti að orða skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda á jörðina. Þeir hafa frest til þess á morgun til þess að skila skýrslunni. Fræðimenn frá yfir 100 löndum tóku þátt í umræðunum í Brussel en þær hafa verið í gangi síðan á mánudaginn. Skýrslan á að gefa greinargóða lýsingu á þeim áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa.

„Það er samkomulag um áhrifin sjálf en enn hefur ekki náðst sátt um hvernig á að orða skýrsluna." sagði Wolfgang Cramer, þýskur fulltrúi á ráðstefnunni. Skýrslan spáir því að áhrifin eigi eftir að verða mikil í Afríku og leiða til enn meiri hungursneyða í þeirri heimsálfu. Hún talar einnig um að jöklar eigi eftir að bráðna í Himalaya fjöllunum og kóralrifin við Ástralíu eigi eftir að verða fyrir miklum skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×