Tvísýnt um tilboð í Sainbury 6. apríl 2007 07:00 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Hluthafarnir, sem fara saman með um 20 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlandseyja, segjast ekki sætta sig við neitt tilboð undir 600 pensum á hlut. Samkvæmt því tilboði sem legið hefur í loftinu er CVC reiðubúið til að greiða á bilinu 550 til 555 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í Sainsbury stóð í 561 pensi á hlut við lokun markaða í gær. Það jafngildir því að gengið hafi hækkað um 29 prósent frá janúarlokum þegar CVC lýsti því fyrst yfir að áhugi væri fyrir yfirtöku á matvörukeðjunni. Fjárfestasjóðurinn CVC fer fyrir hópi fjárfesta sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í Sainsbury. Forsvarsmenn sjóðsins leituðu til stjórnar Sainsburys í gærmorgun og lýstu yfir formlegum áhuga á félaginu með það fyrir augum að stjórnin leyfði þeim að glugga í efnahagsreikninga áður en tilboð verður lagt fram. Lokafrestur til að gera slíkt rennur út á föstudag eftir viku. Auk CVC eru í hópinum fjárfestasjóðirnir Blackstone Group og Texas Pacific. Hópurinn Kohlberg, Kravis og Roberts (KKR) dró sig úr hópnum í gær en sjóður þeirra, sem er á meðal stærstu fjárfestingasjóða í heimi, ætlar að einbeita sér að yfirtöku á breska lyfjafyrirtækinu Alliance Boots, einu stærsta fyrirtæki í þessum geira í Bretlandi. Tilboð sjóðsins er jafnhátt yfirtökutilboði sjóðanna allra í Sainsbury. Verði gengið að yfirtökutilboðinu í Sainbury verða þetta stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi til þessa. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Litlu munaði í gær að ekkert yrði úr yfirtökutilboði fjárfestahópsins CVC og fleiri sjóða í bresku matvörukeðjuna Sainsbury þegar nokkrir stórir hluthafar settu sig upp á móti tilboðinu. Reiknað er með að tilboðið hljóði upp á um 10 milljarða punda, jafnvirði um 1.300 milljarða íslenskra króna. Hluthafarnir, sem fara saman með um 20 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvörukeðju Bretlandseyja, segjast ekki sætta sig við neitt tilboð undir 600 pensum á hlut. Samkvæmt því tilboði sem legið hefur í loftinu er CVC reiðubúið til að greiða á bilinu 550 til 555 pens fyrir hlutinn. Gengi bréfa í Sainsbury stóð í 561 pensi á hlut við lokun markaða í gær. Það jafngildir því að gengið hafi hækkað um 29 prósent frá janúarlokum þegar CVC lýsti því fyrst yfir að áhugi væri fyrir yfirtöku á matvörukeðjunni. Fjárfestasjóðurinn CVC fer fyrir hópi fjárfesta sem hug hafa á að gera yfirtökutilboð í Sainsbury. Forsvarsmenn sjóðsins leituðu til stjórnar Sainsburys í gærmorgun og lýstu yfir formlegum áhuga á félaginu með það fyrir augum að stjórnin leyfði þeim að glugga í efnahagsreikninga áður en tilboð verður lagt fram. Lokafrestur til að gera slíkt rennur út á föstudag eftir viku. Auk CVC eru í hópinum fjárfestasjóðirnir Blackstone Group og Texas Pacific. Hópurinn Kohlberg, Kravis og Roberts (KKR) dró sig úr hópnum í gær en sjóður þeirra, sem er á meðal stærstu fjárfestingasjóða í heimi, ætlar að einbeita sér að yfirtöku á breska lyfjafyrirtækinu Alliance Boots, einu stærsta fyrirtæki í þessum geira í Bretlandi. Tilboð sjóðsins er jafnhátt yfirtökutilboði sjóðanna allra í Sainsbury. Verði gengið að yfirtökutilboðinu í Sainbury verða þetta stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi til þessa.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira