Innlent

Náði öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli

Ingvar Þór.
Ingvar Þór. MYND/Vísir
Ingvar Þór Jóhannesson náði öðrum áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli eftir stutt jafntefli við Hjörvar Stein Grétarsson í níundu og síðustu umferð Kaupþingsmóts Hellis og TR, sem nú er í gangi. Fyrri áfanganum náði Ingvar Þór á Ístaksmóti Hróksins sem fram fór árið 2004.

Mikill friður ríkti í stórmeistaraflokki en þar lauk öllum skákum umferðarinnar með jafntefli. Lettneski stórmeistarinn Normunds Miezis var öruggur sigurvegari með 7,5 vinning. Bragi Þorfinnsson og Stefán Kristjánsson urðu efstir íslensku skákmannanna með 4,5 vinning.

Þremur skákum er lokið í meistaraflokki og þar sigraði enski alþjóðlegi meistarinn Robert Bellin með 7,5 vinning.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×