Tröllatroðsla Baldurs Ólafssonar (myndband) 10. apríl 2007 15:52 Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR. Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira
Miðherjinn Baldur Ólafsson hjá KR átti eftirminnilega innkomu í leikinn gegn Njarðvík í úrslitum Iceland Express deildarinnar í gær. Baldur var þar að spila sínar fyrstu mínútur með liðinu á leiktíðinni og stimplaði sig inn með rosalegri troðslu yfir Igor Beljanski. Vísir náði tali af kappanum í dag. "Þetta hefur alltaf verið til," sagði Baldur þegar hann var spurður út í troðsluna mögnuðu sem sjá má í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Baldur hefur spilað með B-liði KR í vetur en var að mestu búinn að leggja skóna á hilluna. Benedikt Guðmundsson kallaði Baldur inn í hóp KR fyrir einvígið við Njarðvík til að eiga við stóru mennina hjá suðurnesjaliðinu. "Ég var nú bara að sprikla með Bumbunni í vetur og það var ekkert kallað á mig fyrr en eftir einvígið við Snæfell. Ég mætti bara kaldur inn í þetta á páskadag og vissi í rauninni ekkert hvort ég fengi að spila, nema kannski yrði eitthvað villuvesen á stóru mönnunum. Maður er svosem ekkert maður í margar mínútur," sagði Baldur, sem hafði ekki spilað körfubolta síðan í endaðan mars. Hann hefur átt við erfið meiðsli að stríða í hnjám og hásinum og getur því ekki æft á fullu. "Það hefði verið flott ef maður hefði geta komið inn í smá tíma í gær og hjálpað liðinu í smá stund og svo hefðum við unnið leikinn, en það varð ekki þannig í þetta sinn. Ég fékk bara tvö stig fyrir þessa troðslu og við töpuðum með 20 stigum, því miður. Ég fór þetta mikið á adrenalíninu í gær og hélt að ég myndi springa mun fyrr," sagði Baldur og lýsti troðslu sinni svona; "Ég sá bara að það var pláss og lét mig vaða. Ég stekk kannski ekki hátt en ég get alveg farið þarna upp. Þetta kom dálítið skemmtilega á óvart eftir á. Það voru líka fjögur skilaboð á símanum mínum þegar ég kom inn í klefa - allt frá einhverjum enskum lýsingum á troðslunni og í það að menn tryðu ekki eigin augum," sagði hann. En má ekki gera ráð fyrir því að Beljanski verði tilbúinn næst þegar Baldur mætir inn í teiginn? "Ef ég fæ skrefið getur hann ekki blokkað mig. Hann getur kannski tekið á mig ruðning - en hann blokkar mig ekki. Það er spurning hvað hefði gerst ef þetta hefði verið Egill sem var þarna inni í teignum. Hann er svo langur," sagði Baldur og bætti því við að hann vonaði að Fannar og Sola myndu sjá um að standa vaktina í næstu leikjum. "Ég á von á að þeir verði báðir betur stemmdir í næsta leik, en ég verð tilbúinn ef kallið kemur aftur," sagði miðherjinn sterki. KR-ingar eru einnig með myndband af troðslu Baldurs frá öðru sjónarhorni inni á heimasíðu sinni. Smelltu hér til að sjá tilþrifin á síðu KR.
Dominos-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Sjá meira