Innlent

Fjögur ár breyta miklu í fylgi flokkanna

Töluverður munur er á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum núna miðað við sama tíma fyrir fjórum árum. Eini flokkurinn sem fékk meira fylgi í síðustu alþingskosningum en skoðanakannanir á lokasprettinum gáfu til kynna, var Framsóknarflokkurinn.

Núna eru 32 dagar til kosninga og fylgi flokkanna mælt með stuttu millibili. Vísir menn reyna að rýna í þær tölur og lesa úr þeim og gera sér sem gleggsta mynd um það sem gerist þann 12. maí næstkomandi. En hvernig var þetta fyrir fjórum árum? Í könnun Gallup í apríl 2003 mældist Framsókn með 13%, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með mest og nánast jafn mikið fylgi, en Frjálslyndir og Vinstri grænir jafnir neðst. Í Capacent Gallup könnun frá því í síðustu viku hefur myndin, mánuði fyrir kosningar aldeilis breyst. Framsókn með rétt rúm 8% Sjálfstæðisflokkurinn einn og afgerandi á toppnum með yfir 40% fylgi og VG næst sterkastir með rúmlega 21% fylgi. Samfylkingin mælist þriðji stærsti flokkurinn með innan við 20% og á botninum sitja Frjálslyndir með liðlega 5% og Íslandshreyfingin, sem ekki bauð fram síðast með tæp 5%. En hvernig er þetta í samanburði við kosningarnar vorið 2003? Framsóknarmenn fengu meira í síðustu kosningum en kannanir gáfu til kynna, einn flokka, en Samfylking voru rétt undir því sem reiknað var með sem og Frjálslyndir og VG.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×