Tónlist

Fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar

Nú er lag fyrir ungar og upprennandi hljómsveitir að láta af sér kveða. Þær sveitir sem eiga upptökur í pokahorninu - hvort sem um er að ræða fullbúnar upptökur eða hráan efnivið úr bílskúrnum - eiga möguleika á að fá spilun í COKE ZERO listanum sem er á miðvikudögum kl. 18. Þar með geta þær orðið Ungstirni vikunnar og stígið fyrsta skrefið í átt til landsfrægðar!

Það eina sem þarf að gera er að senda inn slóð af upptökum á rvkfm@rvkfm.is eða einfaldlega koma diski upp í Skipholt 31. Starfsfólk Reykjavík FM mun síðan velja bestu upptöku hverrar viku.

Reykjavík FM mun velja athyglisverðustu hljómsveitirnar, kosta upptökur með þeim og er ekki loku fyrir það skotið að upptökurnar endi á geisladiski. Reykjavík FM 101,5 leggur sig í líma við að styðja ungar hljómsveitir og er þetta einn liður í þeim mikilvæga þætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×