Bókin Delicious Iceland eftir þá Völund Snæ Völundarson matreiðslumann og Hrein Hreinsson ljósmyndara hlut um helgina sérstök heiðursverðlaun, The Gourmand Cookbook Awards, en það eru ein virtustu verðlaun heims í matar- og vínbókmenntum. Forsvarsmenn keppninnar föluðust sérstaklega eftir þátttöku bókarinnar þegar hún var kynnt á alþjólegu bókasýningunni í Frankfurt í fyrra.
Verðlaunaafhendingin fór fram í Peking í Kína en hana sóttu fleiri hundruð manns hvaðanæva að úr heiminum.
Hægt er að lesa meira um verðlaunaafhendinguna inn á matar- og vínsíðunni www.freisting.is