Ásthildur byrjar vel

Landsliðskonan Ásthildur Helgadóttir var aðeins sex mínútur að stimpla sig inn með liði sínu Malmö í sænska boltanum í kvöld þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Balinge. Þetta var fyrsti leikur liðsins á tímabilinu og Ásthildur heldur uppteknum hætti frá síðustu leiktíð.