Farsímaeigendur þurfa ekki lengur að óttast að detta úr sambandi við vini og kunningja sökum rafmagnsleysis. Nýtt íslenskt fyrirtæki hefur hafið uppsetningu á sjálfsölum sem gerir farsímaeigendum kleift að hlaða símann gegn vægu gjaldi. Nú þegar hafa nokkrir sjálfsalar verið settir upp í borginni við fjölfarna staði og í bígerð er að setja upp enn fleiri á næstu vikum.
Hleðsluboxið er sjálfsali sem hleður rafhlöður í farsímum, MP3 spilurum og PSP svo fátt eitt sé nefnt. Í hverju hleðsluboxi eru sex öryggishólf þannig að eigandi þarf ekki að vakta tækið á meðan það hleður sig.
Viðskiptavinir geta greitt fyrir hleðsluna með klinki eða með sms skeyti en 40 mínútna hleðslutími kostar 200 krónur.