Björk í Saturday Night Live á laugardaginn 16. apríl 2007 10:59 Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Síðast flutti hún þar lagið 'Batchelorette' þegar fjórða breiðskífa hennar, Homogenic, var gefin út 1997. Björk steig líka á sviðið í Súdíói 8H í Rockefeller Center með Sykurmolunum 1988 og flutti þá lögin Motorcrash og Birthday. Saturday Night Live, sem er alltaf í beinni útsendingu eins og nafnið ber með sér, er einn langlífasti sjónvarpsþáttur í bandarískri sjónvarpssögu. Hann hefur verið einskonar útungunarstöð allra helstu grínleikara Bandaríkjamanna frá því hann hóf göngu sína 1975, fyrir 32 árum. Stórstjörnur eru fengnar til að kynna þáttinn og tónlistaratriði þáttarins hefur líka alla tíð reynst mikilsverð kynning fyir rokktónlistarmenn. Kynnir þáttarins með Björk á laugardaginn, þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson. Meðal tónlistarfólks sem nýlega hefur troðið upp í þættinum má nefna Franz Ferdinant, Neil Young, Sheryl Crow, James Blunt, The Strokes, Prince og Pearl Jam. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir kemur fram í sjónvarpsþættinum Saturday Night Live næstkomandi laugardag, 21. apríl. Þetta verður í þriðja skiptið sem Björk kemur fram í þessum vinsæla grín og skemmtiþætti á NBC sjónvarpstöðinni. Síðast flutti hún þar lagið 'Batchelorette' þegar fjórða breiðskífa hennar, Homogenic, var gefin út 1997. Björk steig líka á sviðið í Súdíói 8H í Rockefeller Center með Sykurmolunum 1988 og flutti þá lögin Motorcrash og Birthday. Saturday Night Live, sem er alltaf í beinni útsendingu eins og nafnið ber með sér, er einn langlífasti sjónvarpsþáttur í bandarískri sjónvarpssögu. Hann hefur verið einskonar útungunarstöð allra helstu grínleikara Bandaríkjamanna frá því hann hóf göngu sína 1975, fyrir 32 árum. Stórstjörnur eru fengnar til að kynna þáttinn og tónlistaratriði þáttarins hefur líka alla tíð reynst mikilsverð kynning fyir rokktónlistarmenn. Kynnir þáttarins með Björk á laugardaginn, þar sem Björk flytur efni af nýrri plötu sinni, Volta, verður Scarlett Johansson. Meðal tónlistarfólks sem nýlega hefur troðið upp í þættinum má nefna Franz Ferdinant, Neil Young, Sheryl Crow, James Blunt, The Strokes, Prince og Pearl Jam.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira