Innlent

Helmingur vill afnema launaleynd

Rétt rúmur helmingur þjóðarinnar vill láta banna launaleynd í persónubundnum kjarasamningum. 51,6 prósent vilja banna launaleynd en 48,4 prósent vilja viðhalda henni. Þetta er samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði. Talsverður munur er á afstöðu kynjanna gagnvart launaleynd, konur vilja frekar afnema hana en karlar, 56 kvenna segja burt með launaleynd á meðan 52,5 prósent karla vilja viðhalda henni. 800 voru spurðir í könnuninni og 88 prósent tóku afstöðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×