Lögregla ber kennsl á byssumanninn 17. apríl 2007 00:29 Nemendur ferjaðir úr Norris Hall í morgun. MYND/AP Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Lögreglan er nú að yfirheyra mann sem var vitni að fyrri árásinni. Vitni segja fyrstu árásina hafa tengst heimiliserjum. Lögregla vill ekki upplýsa hvort sá sem þeir eru að yfirheyra sé grunaður um morðin. Hún segir hann ekki vera nemanda við háskólann en að hann hafi þekkt annað hinna látnu, sem voru maður og kona. Hann var tekinn utan skólalóðarinnar en hefur ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn lýsti aðkomunni að vettvangi síðari árásarinnar sem einu af því versta sem hann hefði á ævi sinni séð. Skotmaðurinn hafði lokað að minnsta kosti tveimur hurðum inn í Norris Hall með keðjum svo lögregla þurfti að brjótast inn í húsið. Þegar hún komst inn hlupu lögreglumenn í áttina að skothvellunum en um leið og þeir komu að staðnum þar sem skotmaðurinn var datt allt í dúnalogn. Lögregla fann skotmanninn látinn og hafði hann framið sjálfsmorð. Lögregla er enn að reyna að komast að því hvort að einhver tengsl eru á milli þeirra sem myrtir voru í Norris Hall og skotmannsins þar. Nokkrir starfsmenn skólans létu lífið í árásinni. Á fundinum var lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokað skólalóðinni eftir fyrstu árásina. Lögreglustjórinn svaraði því að ómögulegt hefði verið að ná til allra nemenda á þessum tíma og talið hefði verið að um heimiliserjur hefði verið að ræða í fyrri skotárásinni. Einnig sagði hún að reynt hefði verið að koma skilaboðum til nemenda á vefsíðum, með tölvupósti, almennum fjölmiðlum og hátölurum. Lögreglan segist vera að leita leiða til þess að koma sms-skilaboðum til nemenda í tilvikum sem þessum og það hafi verið rætt á fundi fyrir tæpri viku síðan. Nokkrum götum var lokað þegar eftir fyrstu árásina en skólalóðinni allri ekki fyrr en eftir seinni árásina og gagnrýndu fjölmiðlar það sérstaklega. Aðspurður hvort að byssumaður léki lausum hala í borginni eða á skólalóðinni sagði lögreglustjórinn að eftir þeirra bestu vitneskju væri svo ekki. Ekki er vitað hvort að einhverjir erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem létust eða særðust. Tveir staðir hafa verið settir upp á skólalóðinni þar sem nemendum er veitt áfallahjálp og verður þeim veitt öll sú aðstoð sem þeir þurfa á að halda. Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Lögreglustjóri skólans sagði á fréttamannafundi í kvöld, að lýsingin á manninum í fyrri árásinni passi ekki við útlit byssumannsins sem stóð að þeirri síðari, og tók sitt eigið líf. Þetta gæti þýtt að sami maðurinn hafi ekki staðið að báðum árásunum. Lögregla hefur heldur ekki staðfest að árásirnar séu tengdar. Hún hefur borið kennsl á manninn sem framdi sjálfsmorð en vill ekki skýra frá því hver hann er að svo stöddu. 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Lögreglan er nú að yfirheyra mann sem var vitni að fyrri árásinni. Vitni segja fyrstu árásina hafa tengst heimiliserjum. Lögregla vill ekki upplýsa hvort sá sem þeir eru að yfirheyra sé grunaður um morðin. Hún segir hann ekki vera nemanda við háskólann en að hann hafi þekkt annað hinna látnu, sem voru maður og kona. Hann var tekinn utan skólalóðarinnar en hefur ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald. Lögreglustjórinn lýsti aðkomunni að vettvangi síðari árásarinnar sem einu af því versta sem hann hefði á ævi sinni séð. Skotmaðurinn hafði lokað að minnsta kosti tveimur hurðum inn í Norris Hall með keðjum svo lögregla þurfti að brjótast inn í húsið. Þegar hún komst inn hlupu lögreglumenn í áttina að skothvellunum en um leið og þeir komu að staðnum þar sem skotmaðurinn var datt allt í dúnalogn. Lögregla fann skotmanninn látinn og hafði hann framið sjálfsmorð. Lögregla er enn að reyna að komast að því hvort að einhver tengsl eru á milli þeirra sem myrtir voru í Norris Hall og skotmannsins þar. Nokkrir starfsmenn skólans létu lífið í árásinni. Á fundinum var lögreglan harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki lokað skólalóðinni eftir fyrstu árásina. Lögreglustjórinn svaraði því að ómögulegt hefði verið að ná til allra nemenda á þessum tíma og talið hefði verið að um heimiliserjur hefði verið að ræða í fyrri skotárásinni. Einnig sagði hún að reynt hefði verið að koma skilaboðum til nemenda á vefsíðum, með tölvupósti, almennum fjölmiðlum og hátölurum. Lögreglan segist vera að leita leiða til þess að koma sms-skilaboðum til nemenda í tilvikum sem þessum og það hafi verið rætt á fundi fyrir tæpri viku síðan. Nokkrum götum var lokað þegar eftir fyrstu árásina en skólalóðinni allri ekki fyrr en eftir seinni árásina og gagnrýndu fjölmiðlar það sérstaklega. Aðspurður hvort að byssumaður léki lausum hala í borginni eða á skólalóðinni sagði lögreglustjórinn að eftir þeirra bestu vitneskju væri svo ekki. Ekki er vitað hvort að einhverjir erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra sem létust eða særðust. Tveir staðir hafa verið settir upp á skólalóðinni þar sem nemendum er veitt áfallahjálp og verður þeim veitt öll sú aðstoð sem þeir þurfa á að halda.
Erlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira