Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnaði

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 19 ára pilt í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til ríflega 30 þúsund króna sektar fyrir þjófnaði og tilraun til þjófnaðar. Þá var jafnaldri piltsins dæmdur til að greiða 100 þúsund krónur í sekt fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna.

Þrír menn voru ákærðir í málinu sem taldi alls sjö ákæruliði. Einum ákæruliðnum, sem snerist um skemmdarverk á skátaheimili í Hafnarfirði, var vísað frá vegna þess að ekki kom fram refsikrafa frá skátafélaginu.

Maðurinn, sem dæmdur var til skilorðsbundinnar fangelsisvistar, játaði hins vegar á sig þrjá þjófnaði í heimahúsum og tilraun til þjófnaðar í einu húsi til viðbótar.

Sama gerði félagi hans í tengslum við ákæru um fíkniefnabrot. Í ákærulið á hendur honum vegna líkamsárásar var hann sakfelldur út frá framburði vitna og sektaður fyrir brotin sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×