Innlent

Ásta og Jakob Frímann í Suður- og Suðvesturkjördæmum

Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur úr Reykjavík, og Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður úr Mosfellsbæ leiða lista Íslandshreyfingarinnar í Suður- og Suðvesturkjördæmi í þingkosningum í vor.

Í tilkynningu frá flokknum kemur enn fremur fram að Ragnhildur Sigurðardóttir, vistfræðingur og hrossabóndi frá Stokkseyri er í öðru sæti í Suðurkjördæmi, Baldvin Nielsen frá Reykjanesbæ í þriðja, Alda Sigurðardóttir frá Selfossi í fjórða sæti og Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir bóndi í fimmta sæti.

Í Suðvesturkjördæmi er Svanlaug Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur úr Kópavogi í öðru sæti, Lárus Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri úr Hafnarfirði í þriðja sæti, Elsa D. Gísladóttir, kennari og myndlistarmaður úr Hafnarfirði í fjórða sæti og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri úr Garðabæ í fimmta sæti.

Fimm efstu í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi verða kynntir síðar í vikunni en um síðustu helgi voru fimm efstu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur kynntir. Þá lista leiða Ómar Ragnarsson og Margrét Sverrisdóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×