Andúð á ríkum ungmennum sögð ástæðan 17. apríl 2007 19:01 Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans. Erlent Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Andúð á auðugum ungmennum er sögð rót fjöldamorðanna óhugnanlegu í Blacksburg í Virginíu í gær. 23 ára gamall suðurkóreskur maður stráfelldi þá 32 samnemendur sína og starfsmenn við aðalháskóla borgarinnar. Íslensk kona sem stundar nám við skólann segir mikinn samhug hafa ríkt á meðal nemenda skólans í dag. Íbúar Blacksburg eru enn í losti eftir harmleik gærdagsins þegar 32 nemendur nemendur og kennarar við Virginia Tech-háskólans féllu fyrir hendi morðingja. Enn er verið að bera kennsl á fórnarlömbin en greint hefur verið frá nöfnum sumra þeirra. Í dag upplýsti lögreglan hver hefði staðið fyrir þessari mannskæðustu skotárás í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn hét Cho Seung-Hui og var 23 ára gamall Suður-Kóreumaður. Hann stundaði enskunám við skólann. Cho lét til skarar skríða tvívegis og eftir seinni árásina svipti hann sig lífi. Byssur sem fundust á vettvangi seinni árásanna virðast einnig hafa verið notaðar við þá fyrri en samt vill lögreglan ekki útiloka að Cho hafi átt sér vitorðsmann. Cho virðist hafa verið mikill einfari og því er litlar upplýsingar um persónu hans að hafa. Fréttamiðlar hafa greint frá því að í fórum hans hafi fundist bréf þar sem hann lýsti andúð sinni á ríkum ungmennum og hún hafi knúið hann til illvirkisins. Engin kennsla var í skólanum í dag, í staðinn hafa nemendur þyrpst þar til fyrirbænastunda og sýnt hver öðrum stuðning. Dagmar Kristín Hannesdóttir, doktorsnemi við skólann, segir mikla samstöðu hafa verið ríkjandi á meðal stúdenta. Nú fyrir stundu hófst sérstök minningarsamkoma fyrir nemendur skólans sem Dagmar bjóst við að sækja. Á meðal viðstaddra eru George Bush forseti Bandaríkjanna og Laura kona hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira