Innlent

Tíu slökkviliðsmenn á brunavakt í nótt

MYND/Vilhelm

Hópur tíu slökkviliðsmanna var á brunavakt í miðborg Reykjavíkur í alla nótt. Glæður leyndust víða í húsasamstæðunni á horni Lækjargötu og Austurstrætis þar sem stórbruninn varð í gærdag.

Slökkviliðsmennirnir voru fram eftir nóttu að slökkva í glæðunum en eldur gaus ekki upp að nýju og slökkviliðið hafði fulla stjórn á ástandinu. Klukkan sex í morgun var brunasvæðið síðan afhent lögreglu enda var þá talið að tekist hefði að slökkva allar glæður.

Vettvangurinn er afgirtur með borðum í um sex til átta metra radíus frá brunarústunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×