Innlent

Ekki sannfærð um að eldur hafi kviknað í rafmagnsljósi

Lögreglan virðist ekki lengur sannfærð um að stórbrunann í miðborg Reykjavíkur í gær megi rekja til rafmagnsljóss í söluturninum Fröken Reykjavík.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að tæknideild lögreglunnar hafi lokið rannsókn á vettvangi en að rannsóknin haldi áfram á lögreglustjöðinni.

Hann vill lítið tjá sig um rannsókn málsins en segir hana fyrst og fremst beinast að eldsupptökum. Rannsóknin haldi áfram en ekki sé enn hægt að segja til um með vissu hvar eldurinn hafi kviknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×