Skrautleg saga húsanna sem brunnu 19. apríl 2007 19:15 MYND/Stöð 2 Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum. Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Húsin sem brunnu í hjarta borgarinnar í gær eiga sér skrautlega sögu. Þaðan var Íslandi stjórnað af Jörundi hundadagakonungi, þarna var fyrsta alvöru ljósmyndastofan, hífaður lögrelguþjónn lék undir dansi, prestnemar lærðu, ölvaðir hírðust í Svartholinu og tískumeðvitaðir Íslendingar keyptu sér föt. Nokkrar lóðir voru mældar upp um miðja 19. öld við Lækjargötu. Eftirsóttust var hornlóðin númer tvö - þar sem skíðlogaði í gær. Raunar er þetta fyrsta lóðin sem bæjarsjóður seldi. Það var Knudtzon kaupmaður sem keypti fyrir 60 ríkisdali og byggði síðan 1852 einlyft timburhús. Tuttugu árum síðar keypti það Sigfús Eymundsson sem byggði ofan á og rak þarna bókaverslun og fyrstu reglulegu ljósmyndastofuna. Mensa, mötuneyti stúdenta, var þarna á þriðja áratug síðustu aldar - á sama stað og undanfarið hefur verið rekinn veitingastaðurinn Ópera. Húsið þar sem Pravda og söluturninn Fröken Reykjavík brunnu í gær á sér ekki síðri sögu og er það fyrsta sem reist var við Austurstræti, árið 1801. Fjórum árum síðar keypti það Trampe greifi og stiftamtmaður. Þegar Jörundur hundadagakonungur rændi hér völdum árið 1809 hreiðraði hann um sig í þessu húsi og stjórnaði þaðan Íslandi eitt sumar á landinu bláa. Dómssalur Landsyfirréttarins var um tíma í vesturhlutanum en í austurhlutanum voru bæjarstjórnarfundir haldnir um langt skeið. Þarna bjuggu líka um tíma báðir lögregluþjónar bæjarins og 1828 var þar innréttuð fangageymsla, kölluð Svartholið, og þar fengu ölvaðir að sofa úr sér vímuna. Á þeim tíma stóð Hendrichsen lögregluþjónn fyrir dansleikjum í húsinu, svokölluðum píuböllum og lék víst sjálfur fyrir dansi á flautu, eigi alsgáður. Seinna var þarna Prestaskólinn og síðar Haraldarbúð. Þá muna margir tískuverslunina Karnabæ sem opnuð var þar 1973 en síðustu árin hafa þarna verið skemmtistaðir undir ýmsum nöfnum.
Stórbruni við Lækjartorg Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira