Innlent

Ekki útilokað að kveikt hafi verið í

MYND/Vilhelm

Ekki er útilokað að kveikt hafi verið í þegar eldurinn kom upp í Austurstræti á miðvikudaginn. Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir að ekkert sé útilokað í raun á þessu stigi rannsóknarinnar.

Hingað til hefur verið talið að eldurinn hafi kviknað út frá ljósi í söluturninum Fröken Reykjavík en menn eru ekki alveg sannfærðir um að sú sé raunin. Íbúar nærliggjandi húsa hafa sumir hverjir enn ekki getað snúið til síns heima en reykur olli töluverðum skaða í íbúðum sem eru í húsinu í Lækjargötu 4.

Þá er ljóst að um 100 misstu vinnuna þegar veitingahús og skemmtistaðir urðu eldi að bráð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×