Viðskipti erlent

Myspace með fréttaþjónustu

Netsamfélagssíðan MySpace.com er komin með "Beta" eða tilraunaútgáfu af fréttaþjónustu sem leyfir notendum að ákvarða hvaða fréttir eru í forgangi.

Til þess er notast við einkunnakerfi svipað og hjá fréttaþjónustu Digg og Netscape. MySpace er þó með mun stærri notendahóp en þeir fyrrnefndu. Ólíkt Digg og Netscape sem treysta að miklu leyti á innsendingar frá notendum, mun MySpace einnig skanna þúsundir fréttasíðna eftir efni svipað og fréttaveita Google gerir. Síðan tekur fyrirsagnir frá fréttasíðum sem hún skannar og birtir hjá sér.

Dan Strauss yfirmaður hópsins sem þróaði fréttakerfið segir að eigendur síðna geti þó óskað eftir því að efni þeirra verði ekki birt á Myspace.

Hér er hlekkur á fréttasíðu MySpace.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×