Viðskipti erlent

Fyrsta indverska fraktgeimflaugin

Geimflaugin þaut um bláan himininn í morgun.
Geimflaugin þaut um bláan himininn í morgun. MYND/AP

Indverjar sendu í morgun geimflaug á loft sem flutti 352 kílóa ítalskan gervihnött sem á að kanna upphaf alheimsins.

Fréttastofa AFP greindi frá því að þetta væri í fyrsta sinn sem Indverjum væri greitt fyrir geimskot.

Fréttir herma að Indverjar hafi fengið 11 miljónir dollara fyrir að flytja gervihnöttinn. Hann á að hafa verið kominn á sporbraut 23 mínútum eftir flugtakið.

Indverjar hafa unnið í nokkurt skeið að hönnun geimflauga sem á að vera ódýr kostur fyrir þá sem þurfa á geimflutningum að halda.

Geimferðaáætlun Indverja inniheldur einnig ómannaða geimferð til tunglsins á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×