Innlent

Fjögurra mánaða fangelsi fyrir gáleysislegan akstur

Frá vettvangi slyssins.
Frá vettvangi slyssins. MYND/Egill

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Pólverja í fjögurra mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, og svipt hann ökuleyfi í þrjú ár fyrir að aka bíl undir áhrifum áfengis en bíllinn endaði á steinblokkum skammt frá IKEA-versluninni í Garðabæ og lést farþegi í bílnum við það. Slysið varð 11. nóvember í fyrra.

Maðurinn játaði á sig brotin en dómurinn taldi rétt að horfa til þess sem fram kæmi í skýrslu rannsakaenda slyssins. Þar segir meðal annars að slysið megi ekki síst rekja til þess að vegaframkvæmdir voru á svæðinu og segir jafnframt í vettvangsskýrslu lögreglu að framkvæmd merkinga og frágangur hafi engan veginn verið með fullnægjandi hætti að hálfu veghaldara. Þar á meðal hafi stefnuvísandi ör sem átti að blikka ekki logað vegna bilunar.

Var maðurinn því dæmdur til fjögurra mánaða fangelsisvistar, þar af þrjá skilorðsbundna í tvö ár, og sviptur ökurétti sem fyrr segir. Jafnframt var maðurinn dæmdur til að greiða hátt í 700 þúsund krónur í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×