Handbolti

Stjarnan burstaði Hauka

Mynd/Vilhelm
Tveir leikir fóru fram í undanúrslitum deildarbikarkeppni kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan burstaði Hauka 40-22 í Ásgarði þar sem Sólveig Lára Kjærnested skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Kristín Clausen 6, en Ramune Pekarskyte skoraði 10 mörk fyrir Hauka. Þá vann Grótta 23-18 sigur á Val. Liðin mætast að nýju á fimmtudagskvöldið, en tvo sigra þarf til að komast í úrslitarimmuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×