Meistarar Miami í vandræðum 25. apríl 2007 03:47 Argentínumaðurinn Andres Nocioni og Tyrus Thomas fagna eins og óðir væru í sigrinum á Miami í nótt NordicPhotos/GettyImages Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Tölfræðin er því ekki beinlínis á bandi meistaranna, því lið sem náð hafa 2-0 forystu í sjö leikja seríu í NBA deildinni hafa í 95% tilvika náð að fara áfram. Það ætti þó að vera meisturunum nokkur huggun að þeir voru einmitt liðið sem náði að afreka að koma til baka eftir að lenda undir 2-0 og það var gegn Dallas í úrslitunum sjálfum í fyrrasumar. Það verður þó líklega eitthvað erfiðara fyrir Miami að grafa sig upp úr þessari holu, því besti maður liðsins Dwyane Wade er þjakaður af meiðslum. Það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá framvindu þessa einvígis, því það eru ekki nema tvö ár síðan Chicago lenti einmitt í því að ná 2-0 forystu gegn Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - en tapa svo fjórum í röð og falla úr keppni. Sóknarleikur Chicago-liðsins var nánast óaðfinnanlegur í nótt og fremstir í flokki voru þeir Ben Gordon með 27 stig og fimm þrista og Luol Deng með 26 stig - flest þeirra í síðari hálfleik. Kirk Hinrich skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chicago hitti úr 55% skota sinna í leiknum og nýtti þar að auki úr tæplega 65% þriggja stiga skota sinna (11 af 17). Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 21 stig og 7 stoðsendingar, en hann tapaði líka 7 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig, flest þeirra í upphafi leiks og þeir Jason Kapono, James Posey og Antoine Walker skoruðu 11 stig hver. Þriðji leikur liðanna er í Miami á föstudagskvöldið og fjórði leikurinn á sama stað á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra um klukkan 17. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Meistarar Miami Heat eru komnir í bullandi vandræði gegn frísku liði Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar eftir að Chicago vann sannfærandi 107-89 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. Chicago leiðir nú 2-0 í einvíginu og næstu tveir leikir fara fram í Miami. Tölfræðin er því ekki beinlínis á bandi meistaranna, því lið sem náð hafa 2-0 forystu í sjö leikja seríu í NBA deildinni hafa í 95% tilvika náð að fara áfram. Það ætti þó að vera meisturunum nokkur huggun að þeir voru einmitt liðið sem náði að afreka að koma til baka eftir að lenda undir 2-0 og það var gegn Dallas í úrslitunum sjálfum í fyrrasumar. Það verður þó líklega eitthvað erfiðara fyrir Miami að grafa sig upp úr þessari holu, því besti maður liðsins Dwyane Wade er þjakaður af meiðslum. Það verður engu að síður mjög áhugavert að sjá framvindu þessa einvígis, því það eru ekki nema tvö ár síðan Chicago lenti einmitt í því að ná 2-0 forystu gegn Washington í fyrstu umferð úrslitakeppninnar - en tapa svo fjórum í röð og falla úr keppni. Sóknarleikur Chicago-liðsins var nánast óaðfinnanlegur í nótt og fremstir í flokki voru þeir Ben Gordon með 27 stig og fimm þrista og Luol Deng með 26 stig - flest þeirra í síðari hálfleik. Kirk Hinrich skoraði 14 stig og gaf 8 stoðsendingar. Chicago hitti úr 55% skota sinna í leiknum og nýtti þar að auki úr tæplega 65% þriggja stiga skota sinna (11 af 17). Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 21 stig og 7 stoðsendingar, en hann tapaði líka 7 boltum. Shaquille O´Neal skoraði 17 stig, flest þeirra í upphafi leiks og þeir Jason Kapono, James Posey og Antoine Walker skoruðu 11 stig hver. Þriðji leikur liðanna er í Miami á föstudagskvöldið og fjórði leikurinn á sama stað á sunnudaginn. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra um klukkan 17.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira