Viðskipti erlent

65 milljóna króna demantsfartölva

Fartölvan mun kosta 65 milljónir
Fartölvan mun kosta 65 milljónir

Fartölvan frá Luvaglio mun kos ta 65 milljónir. Meira er vitað um útlit hennar en innviði.

Fyrir nokkrum vikum sögðum við frá milljón dala fartölvu frá breska snobbfyrirtækinu Luvaglio. Meira er vitað um tölvuna núna, þó svo að innviðir hennar séu enn leyndarmál. Hópur handverksmanna úr fremstu röð hefur hannað útlit tölvunnar sem koma mun út í sumar. Meðal efnis sem notað er eru demantar, harðviður og góðmálmar. Allt blingið verður ekki bara til skrauts heldur munu allir hlutar tölvunnar gegna hlutverki.

Minna er vitað um vélbúnaðinn en vitað er að allt það nýjasta nýtt verður notað. Þar á meðal Blue-Ray, flash-minni, innbyggður mp3-spilari sem hægt verður að taka með sér og svo framvegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×