Körfubolti

Ítarleg úttekt á tölfræðinni í IE deildinni

Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík var langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í IE deildinni
Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík var langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í IE deildinni

Síðustu daga hefur verið að safnast inn á heimasíðu Körfuknattleikssambandsins ítarleg úttekt á efstu mönnum í öllum tölfræðiþáttum í Iceland Express deildinni í vetur. Þar kemur fram að Damon Baley frá Þór Þorlákshöfn var stigahæsti leikmaður deildarinnar með rúm 24 stig að meðaltali í leik. Stigahæsti Íslendingurinn var Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík með rúm 22 stig að meðaltali.

Skallagrímsmaðurinn Darrell Flake varð frákastahæsti maðurinn í deildinni með 13,8 fráköst að meðaltali í leik en Hlynur Bæringsson var þar hlutskarpastur heimamanna með 11,5 fráköst í leik og endaði í þriðja sæti deildarinnar í þeirri tölfræði. Tyson Patterson hjá KR gaf flestar stoðsendingar allra í deildinni eða 8 slíkar að meðaltali í leik. Svrrir Þór Sverrisson hjá Keflavík var efstur íslensku leikmannanna með 5,7 stoðsendingar að meðaltali. George Byrd hjá Hamri varði flest skot allra í vetur - 2 skot að meðaltali í leik.

Á vef KKÍ er einnig að finna úttekt á tölfræði úr Iceland Express deild kvenna, auk ítarlegri umfjöllunar um hvern og einn leikmann sem varð efstur í sínum flokki. Smelltu hér til að fara á vef KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×