Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir líkamsárásir og nauðganir

MYND/AP

Hæstiréttur dæmdi í dag Jón Pétursson í fimm ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir á hendur fyrrverandi sambúðarkonu sinni og húsbrot þegar hann ruddist í heimildarleysi inn í húsnæði þar sem hún var stödd. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir frelsissviptingu og kynferðisbrot gagnvart annarri fyrrverandi unnustu sinni.

Þá var hann dæmdur til að greiða þeim samtals tvær milljónir krónan í skaðabætur í árásunum.

Jón réðst tvisvar gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni sumarið 2005 og í annað skiptið ruddist hann inn á heimili hennar til þess. Seinni unnustu sinni hélt hann nauðugri á heimili hans í febrúar í fyrra og nauðgaði henni þrisvar og barði. Með dómnum staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms í málinu.

Jón hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í desember en hann er grunaður um að hafa ráðist á þriðju konuna og nauðgað henni. Hún var einnig sambýliskona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×