Innlent

Viljayfirlýsing um samstarf við Dani undirrituð eftir hádegi

MYND/GVA

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði nú eftir hádegið ásamt Per Stig Möller, utanríkisráðherra Danmerku, viljayfirlýsingu um samstarf um öryggis- og varnarmál.

Fyrir hádegi höfðu Valgerður og Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra Noregs, undirrituað tvíhliða rammasamkomulag um samstarf á sviði öryggismála, varnarmála, viðbúnaðar og leitar og björgunar.

Tilgangur samkomulagsins og yfirlýsingarinnar er að staðfesta að til staðar séu sameiginlegir hagsmunir og framtíðarsýn ríkjanna varðandi öryggismál á Norður-Atlantshafi, sem gætu orðið grundvöllur frekara samráðs, samhæfingar og samstarfs sem skilaði meiri samlegð í viðbúnaði, eins og segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Stefnt er að því að efla samstarf ríkjanna, meðal annars með reglubundnum fundum embættismanna og sérfræðinga, og ákvörðun boðleiða á milli ráðuneyta og stofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×