Sport

Íslandsmet í armbeygjum

Vinningslið Lindarskóla. Haraldur Birgisson, Guðmundur Örn Magnússon, Fríða Rún Einarsson og Rakel Reynisdóttir.
Vinningslið Lindarskóla. Haraldur Birgisson, Guðmundur Örn Magnússon, Fríða Rún Einarsson og Rakel Reynisdóttir. MYND/Brjánn Baldursson

Íslandsmet var sett í armbeygjum á Skólahreysti í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fríða Rún Einarsdóttir sló met Kristjönu Sæunnar Ólafsdóttur frá því í fyrra með því að taka 65 armbeygjur. Metið var 60. Fríða var í vinningsliði Skólahreystis úr Lindarskóla. Þau settu einnig Íslandsmet í hraðaþraut. Í öðru sæti í keppninni varð Hagaskóli og í því þriðja Breiðholtsskóli.

Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin, nú á landsvísu en í fyrra var keppnin haldin á höfuðborgarsvæðinu.

Alls tóku 96 skólar um land allt þátt í 10 undankeppnum og kepptu 10 skólar til úrslita í gærkvöldi.

Í vinningsliðinu voru Haraldur Birgisson, Guðmundur Örn Magnússon, Fríða Rún Einarsson og Rakel Reynisdóttir.

Skólahreysti 2007 er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar og Icefitness og hófst 25. janúar sl. Um er að ræða hreystiskeppni meðal 9. og 10. bekkinga í grunnskólum landsins og keppa fjórir nemendur fyrir hvern skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×