Meistarar Miami á leið úr keppni 28. apríl 2007 14:10 Shaquille O´Neal og félagar eru hársbreidd frá því að fara snemma í sumarfrí NordicPhotos/GettyImages Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Óvænt úrslit litu dagsins ljós í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Meistarar Miami töpuðu á heimavelli fyrir Chicago og eru undir 3-0 í einvíginu og Golden State er komið yfir 2-1 gegn Dallas eftir stórsigur í þriðja leik liðanna. New Jersey náði forystu gegn Toronto á bak við stórleik Jason Kidd og Vince Carter. Lið Miami stóð frammi fyrir leik sem varð að vinnast á heimavelli sínum í nótt, en sem fyrr var sprækt lið Chicago þeim of stór biti til að kyngja og hafði sigur 104-96. Meistararnir eru því undir 3-0 í einvíginu og engu liði í sögu úrslitakeppninnar hefur tekist að koma til baka og vinna seríu í þeirri stöðu. Miami komst mest 12 stigum yfir á lokakafla leiksins, en gestirnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir og höfðu sigur. Ben Gordon skoraði 27 stig fyrir Chicago, Luol Deng skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst og Kirk Hinrich skoraði 22 stig. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst. Chicago getur klárað einvígið með sigri í Miami á morgun - en sá leikur verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 17. Golden State kemur enn á óvart Golden State Warriors hefur ekki sagt sitt síðasta gegn deildarmeisturum Dallas Mavericks. Golden State hafnaði í áttunda sæti í Vesturdeildinni með góðum endaspretti, en Dallas-liðið varð þeim engin fyrirstaða í þriðja leiknum í gær. Golden State vann sannfærandi 109-91 sigur á heimavelli. Jason Richardson skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst fyrir Golden State, Baron Davis skoraði 24 stig, Stephen Jackson 16 og Monta Ellis 14. Hjá Dallas var Dirk Nowitzki með 20 stig og 12 fráköst og Josh Howard skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst. Sannarlega óvæntir hlutir að gerast í þessu einvígi.Ótrúlegur leikur hjá KiddVince Carter og Jason Kidd fóru á kostum hjá New Jersey í nóttNordicPhotos/GettyImagesLoks vann New Jersey sannfærandi sigur á Toronto Raptors á heimavelli 102-89 í þriðja leik liðanna og náði 2-1 forystu í einvíginu. Þessi leikur var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi. Vince Carter var sjóðandi heitur frá byrjun í leiknum og skoraði 37 stig, Richard Jefferson skoraði 18 stig, en maður leiksins var vafalítið Jason Kidd leikstjórnandi liðsins.Kidd var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn, en lauk keppni með 16 stig, 16 fráköst og 19 stoðsendingar. Þetta var 10. þrefalda tvenna hans í úrslitakeppni en aðeins tveir aðrir menn hafa náð 15+ í stigum, fráköstum og stoðsendingum í leik í úrslitakeppni í sögu deildarinnar - Fat Lever hjá Dallas fyrir 20 árum og Wilt Chamberlain fyrir 40 árum.TJ Ford var atkvæðamestur hjá Toronto með 27 stig og 8 stoðsendingar, en Chris Bosh skoraði aðeins 11 stig og hirti 11 fráköst - og munar um minna fyrir Kanadaliðið.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira