Birgir Leifur mætir Ronaldo á Pro-Am mótinu 28. apríl 2007 19:16 NordicPhotos/GettyImages Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Brasilíski knattspyrnukappinn Ronaldo, sem leikur með AC Milan á Ítalíu og Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítala í knattspyrnu, verða meðal keppenda á Pro-Am móti sem fram fer á miðvikudaginn. Birgir Leifur Hafþórsson verður meðal keppenda í Telecom mótinu, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Ronaldo, sem þrisvar hefur verið kjörinn besti knattspyrnumaður heims, getur ekki tekið þátt í leikjum AC Milan í Meistaradeildinni í ár vegna þess að hann lék Real Madridi í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili. AC Milan mætir einmitt Manchester United á San Siro vellinum í Mílanó á miðvikudaginn og þá ætlar Ronaldo að eyða deginum í golfi. "Auðvitað hefði ég frekar kosið að leika á móti Manchester United. Ég veit að þetta verður frábær leikur, en ég hlakka mikið til að leika á Telecom Pro-Am mótinu. Ég hef spilað golf í nokkur ár og þessi íþrótt heillar mig. Ég er alltaf að verða betri og betri, en hvað sem gerist í mótinu þá mun ég reyna að njóta þess að spila með atvinnukylfingum af Evrópumótaröðinni," sagði Ronaldo. Auk Ronaldos og Donadoni munu knattspyrnumennirnir Gianluca Vialli og Daniele Massaro taka þátt í golfmótinu. Fyrirliðarnir frá síðustu Ryderkeppni á Írlandi, Tom Lehman frá Bandaríkjunum og Ian Woosnam frá Wales, taka þátt í Telecom mótinu. Heimamenn binda mestar vonir við Francesco Molinari, sem varð fyrstur Ítala til að sigra á Evrópumótaröðinni í 26 ár, er hann vann Castello Di Tolcinasco mótið fyrir ári síðan. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira