Innlent

Sautján ára þarf að taka bílpróf aftur



Sautján ára ökumaður var tekinn rétt eftir miðnætti í nótt á 141 km hraða á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ þar sem hámarkshraði er 60. Hann er fyrsti ökumaðurinn sem mun hlíta refsiákvæðum nýrra umferðarlaga sem tóku gildi á föstudag. Ætla má að samkvæmt þeim verði hann settur í akstursbann og þurfi að sæta hárri fjársekt. Þá mun hann einnig þurfa að taka bílpróf aftur.

Guðbrandur Sigurðarson aðalvarðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fagnar breytingunni á lögunum. Með harðari viðurlögum sé hægt að gefa skýr skilaboð til ökumanna. Pilturinn í nótt hafi sýnt sterkan brotavilja og stofnað samborgurunum í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×