10 ár frá valdatöku Blairs Guðjón Helgason skrifar 1. maí 2007 13:00 Áratugur er í dag frá því að Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Hann er þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins breska en á þó langt í land með að slá met þess forsætisráðherra Breta sem lengst hefur setið í Downing-stræti 10. Blair er níundi í röð þeirra forsætisráðherra sem hafa setið lengst í embætti þar í Bretlandi. Hann er sá forsætisráðherra Verkamannaflokksins sem hefur lengst verið við völd og sá eini sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þremur kosningum í röð. Blair og Margret Thatcher, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, eru þau einu sem hafa setið við völd í minnst 10 ár á síðustu 100 árum. Thatcher bjó í Downing-stræti 10 í 11 og 1/2 ár. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Breta. Hann var við völd í 21 ár frá 1721 til 1742. Blair boðaðið það í fyrra að hann yrði horfinn úr embætti á þessu ári. Standi hann við það nær hann hvorki að slá met Thatcher né Walpole. Brotthvarf Blairs hefur þó ekki verið dagsett nákvæmlega en breskir fjölmiðlar hafa síðust viku leitt að því líkum að hann verði farinn úr embætti í þessum mánuði, líklega rétt fyrir eða skömmu eftir sveitastjórnarkosningarnar í þessari viku. Blair sagði í morgunsjónvarpinu á ITV í morgun að hann ætlaði að gera nánari grein fyrir áformum sínum í vikunni. Þegar Blair hefur vikið úr embætti tekur við 7 vikna ferli þar sem Verkamannaflokkurinn velur næsta leiðtoga. Líklegast er talið að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði fyrir valinu en það er þó ekki fullvíst og fer eftir því hvort þungaviktarmenn í flokknum ákveði að fara gegn honum. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira
Áratugur er í dag frá því að Tony Blair tók við embætti forsætisráðherra í Bretlandi. Hann er þaulsætnasti leiðtogi Verkamannaflokksins breska en á þó langt í land með að slá met þess forsætisráðherra Breta sem lengst hefur setið í Downing-stræti 10. Blair er níundi í röð þeirra forsætisráðherra sem hafa setið lengst í embætti þar í Bretlandi. Hann er sá forsætisráðherra Verkamannaflokksins sem hefur lengst verið við völd og sá eini sem hefur leitt flokkinn til sigurs í þremur kosningum í röð. Blair og Margret Thatcher, fyrrverandi leiðtogi Íhaldsflokksins, eru þau einu sem hafa setið við völd í minnst 10 ár á síðustu 100 árum. Thatcher bjó í Downing-stræti 10 í 11 og 1/2 ár. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Breta. Hann var við völd í 21 ár frá 1721 til 1742. Blair boðaðið það í fyrra að hann yrði horfinn úr embætti á þessu ári. Standi hann við það nær hann hvorki að slá met Thatcher né Walpole. Brotthvarf Blairs hefur þó ekki verið dagsett nákvæmlega en breskir fjölmiðlar hafa síðust viku leitt að því líkum að hann verði farinn úr embætti í þessum mánuði, líklega rétt fyrir eða skömmu eftir sveitastjórnarkosningarnar í þessari viku. Blair sagði í morgunsjónvarpinu á ITV í morgun að hann ætlaði að gera nánari grein fyrir áformum sínum í vikunni. Þegar Blair hefur vikið úr embætti tekur við 7 vikna ferli þar sem Verkamannaflokkurinn velur næsta leiðtoga. Líklegast er talið að Gordon Brown, fjármálaráðherra, verði fyrir valinu en það er þó ekki fullvíst og fer eftir því hvort þungaviktarmenn í flokknum ákveði að fara gegn honum.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Sjá meira