Tíu ár frá sigri Verkamannaflokksins 1. maí 2007 19:00 Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742. Erlent Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira
Líklegt er að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynni um brotthvarf sitt úr stjórnmálum í næstu viku. Tíu ár eru í dag frá því Blair tók við embætti eftir stórsigur Verkamannaflokksins á Íhaldsmönnum. Það er fyrsti maí 1997. Verkamannaflokkurinn hefur unnið stórsigur í þingkosningunum í Bretlandi. John Major, leiðtogi Íhaldsmanna, hrökklast úr Downing-stræti tíu og átján ára eyðimerkurgöngu vinstrimanna er lokið. Tony Blair og Gordon Brown hafa blásið ferskum vindum um bresk stjórnmál og Blair flytur inn í Downing-stræti og verður forsætisráðherra og Brown fjármálaráðherra. Síðan eru liðin tíu ár og Blair á leiðinni út. Brown sækist eftir formannsembætti í flokknum og forsætisráðuneytinu fram að næstu kosningum. Blair hefur gránað nokkuð og Brown orðin settlegri. Á sama tíma hafa Íhaldsmenn valdið ungan og frambærilegan formann, David Cameron, sem virðist geta fært þá til valda. Það sem hann hefur fram yfir forvera sína að mati margra er hversu vel hærðu hann er. Blair boðaði brotthvarf sitt í september í fyrra en tímasetti það ekki. Breskir fjölmiðlar hafa gert að því skóna síðustu daga að Blair hætti eða í það minnsta tilkynni hvenær hann hætti skömmu fyrir eða eftir sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi nú í vikunni. Blair sagði hins vegar í viðtali í morgunþætti ITV sjónvarpsstöðvarinnar bresku í morgun að yfirlýsingu um framtíð hans væri að vænta í næstu viku. Breskir miðlar eru þegar byrjaðir að skrifa eftirmælin um Blair og blaðið Independent birti í morgun niðurstöðu könnunar sem sýnir að rúm 60% Breta telja hann hafa staðið sig vel í starfi. Langflestir aðspurðra, 69% þeirra, að Blair verði helst minnst fyrir aðild að Íraksstríðinu. Ljóst er að Blair fer ekki ofar en 9. sæti á lista yfir þaulsætnustu forsætisráðherrum Breta. Járnfrúin Margrét Thatcher sat við völd í 11 og 1/2. Hún og Blair hafa setið lengst síðustu hundrað árin. Metið á hins vegar Sir Robert Walpole, sem almennt er talinn fyrsti forsætisráðherra Bretlands. Hann var við völd í 21 ár, frá 1721 til 1742.
Erlent Fréttir Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Sjá meira