Innlent

Ásta segir áhyggjur sínar hafa verið óþarfar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
MYND/Vilhelm
Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsir yfir áhyggjum af afskiptasemi forseta Íslands af stjórnarmyndun eftir komandi kosningar, á heimasíðu sinni. Hún segir hins vegar að eftir að hafa rætt við menn og hugleitt málið betur hafi hún komist að því að um óþarfa áhyggjur hafi verið að ræða af sinni hálfu.

Ásta Möller er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og skipar fjórða sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í pistil sem hún ritaði á heimasíðu sína og birtist þar á sunnudaginn ræðir Ásta um Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins frá sama degi og hugsanlega íhlutun forseta Íslands af stjórnarmyndun eftir kosningar.

Á heimasíðu Ástu stendur eftirfarandi: ,, Hitt atriðið í Reykjavíkurbréfinu varðar hugsanlega virka íhlutun forseta Íslands í stjórnarmyndun, sem er áhyggjuefni og ógnun við lýðræðið í landinu. Það er mikilvægt að allt frumkvæði í stjórnarmyndun verði á höndum forystumanna flokkanna, án afskipta og íhlutunar forsetans."

Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Ástu um málið í morgun og samþykkti hún það en afboðaði stuttu síðar. Fréttamaður hitti hins vegar á hana þar sem var við Árbæjarlaug í dag og þá sagði hún að það sem hún hefði viljað segja stæði á heimasíðu hennar.

Skömmu síðar hafði hún samband við fréttastofuna og vildi fá að tjá sig nánar um málið. Þá sagði hún að hún hefði hugleitt málið nánar og rætt við fólk og niðurstaðan þá verið að hún hefði haft óþarfa áhyggjur af þessu.

Varaformaður Framsóknarflokksins, samstarfsflokks Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn, hefur litlar áhyggjur af heilindum forsetans í stjórnarmyndun eftir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×