Innlent

Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nemendur hafa verið sendir heim vegna vatnstjónsins.
Nemendur hafa verið sendir heim vegna vatnstjónsins. Reykjavíkurborg

Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá ritara skólans til forráðamanna nemenda. Þar segir að vatnspípa hafi farið í sundur með „tilheyrandi hasar“, hringt í slökkviliðið og von á því að einhverjir krakkar komi heim með stjörnur í augunum og með sögur að segja.

Vegna skemmda hafi þurft að loka skólanum og senda krakkana heim. Forráðamenn yngstu barnanna eru hvattir til að sækja þá í skólann. 

Fréttin er í vinnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×