Innlent

Óvenjumikið af sílamávi við tjörnina

MYND/Vilhelm

Óvenjumikið er af sílamáfi við tjörnina um þessar mundir. Þetta segir meindýraeyðir í samtali við fréttastofu Vísis. Hann segir hundruðir sílamáva á tjörninni. Það sé meira en verið hefur.

Flestir borgarbúar vilja að borgin stemmi stigu við ágangi sílamáva á útivistarsvæðum.

Gísli Marteinn Baldursson formaður umhverfissviðs segir að unnið sé að því að sporna við fjölgun fuglsins. Reynt sé að fæla sílamávinn frá og er unnið eftir samþykktum umhverfisráðs þar að lútandi.

Gísli segir bæði staðbundnar og almennar aðgerðir í gangi til að fækka fuglinum í samvinnu við nágrannasveitarfélög, þar sem mávurinn virði ekki borgarmörk.

Hann segir rödd andstæðinga þeirra aðferða sem beitt sé, oft háa í fjölmiðlum. Sjónarmið togist á og reynt sé að fara bil beggja. „Við þurfum að stíga varlega til jarðar svo við fælum ekki fuglavinina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×