Lífið

2 f1 á Mýrina og Kalda slóð

Í tilefni að yfirtöku Senu á Háskólabíói frá og með 1. maí vill Sena gera Háskólabíó meðal annars að "heimavelli íslenskrar kvikmyndagerðar" og bjóða landsmönnum því 2 f 1 á Mýrina og Kalda slóð en þessar myndir fara aftur í sýningu vegna fjölda áskoranna enda eiga þær mikið inni í aðsókn.

Þessar tvær myndir eru best sóttu íslensku bíómyndir undanfarinna ára þar sem hvorki meira né minna en 85 þúsund manns hafa séð Mýrina og báðar hafa þær fengið mjög góða dóma.

Mýrin hefur verið valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Karlovy Vary sem fram fer um mánaðamótin júní-júlí. Hátíðin er ein svokallaðra A-hátíða, sem haldnar eru ár hvert, en aðrar slíkar hátíðir eru t.d. Kvikmyndahátíðin í Berlín, Cannes kvikmyndahátíðin auk árlegra hátíða í Sundance, Toronto og San Sebastian. Mýrin var auk þess valin mynd ársins á Íslandi 2006.

Köld slóð var sýnd á markaðssýningum á kvikmyndahátíðinni í Berlín og þá seld til Austurríkis, Brasilíu, Danmerkur, Finnlands, Mexíkó, Noregs, Sviss, Svíþjóðar og Þýskalands. Tvær sýningar fyrir væntanlega kaupendur verða á myndinni á kvikmyndahátíðinni í Cannes um miðjan í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.