Dýrasti boxbardagi sögunnar á laugardaginn 2. maí 2007 17:10 De la Hoya gegn Mayweather. Stærsti bardagi ársins er á Sýn á laugardaginn AFP Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina. Box Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Fylgir í fótspor föður síns í Ofurskálinni „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State „Hvar er eiginlega myndavélin?“ Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Dagskráin í dag: Chiefs stefna á þriðju Ofurskálina í röð Sjá meira
Hnefaleikaheimurinn bíður nú spenntur eftir bardaga ársins á laugardaginn þegar Oscar de la Hoya tekur á móti hinum ósigraða Floyd Mayweather í Las Vegas. Þetta verður dýrasti boxbardagi sögunnar og þegar er búið að selja aðgöngumiða fyrir 1,2 milljarða króna á MGM Grand. Miðar á bardagann ganga nú kaupum og sölum fyrir allt að 1,3 milljónir króna. Sagt er að Oscar de la Hoya mun fá um tvo milljarða króna fyrir bardagann, en Mayweather aðeins um 700 milljónir. Talið er víst að bardagi þeirra muni slá fyrra met í sjónvarpsáhorfi en gamla metið er öðrum bardaga Mike Tyson og Evander Holyfield frá árinu 1997 þar sem tvær milljónir manna greiddu sérstaklega fyrir að fá að horfa á hann. De la Hoya hefur unnið 38 sigra á ferlinum og tapað fjórum sinnum, en hann er sagður hafa rakað inn 31 milljarði króna á ferlinum síðan árið 1995 - bara í svokölluðum pay-per-view sjónvarpstekjum, sem eru tekjur sem fólk greiðir fyrir að sjá einstaka bardaga með honum í sjónvarpinu. Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikakappi heimsins pund fyrir pund og hann mun leggja fullkominn árangur sinn (37 sigrar og ekkert tap) undir þegar hann mætir gamla refnum De la Hoya á laugardaginn. Mayweather hefur látið digurbarkalega fyrir bardagann og hefur látið svívirðingunum rigna yfir De la Hoya. "Hvert einasta orð sem kemur út úr munninum á Mayweather gerir mér auðveldara fyrir að æfa betur. Hann ber ekki nokkra einustu virðingu fyrir mér en þegar andstæðingur minn rífur svona mikið kjaft - kveikir það í mér og lætur mig leggja enn harðar að mér. Ég æfi reiður, en ég mun ekki verða reiður þegar ég kem inn í hringinn og það mun gera gæfumuninn," sagði hinn dagfarsprúði De la Hoya. Mayweather hefur gengið langt til að reyna að taka andstæðing sinn á taugum fyrir bardagann og gekk svo langt að ýta við honum og kalla hann öllum illum nöfnum á blaðamannafundi fyrir bardagann í síðasta mánuði. "Ég mun gera það sama við hann og ég gerði við alla hina 37 andstæðinga mína - ég mun rassskella hann. Ég er tilbúinn að veðja við hann milljónum dollara að ég muni vinna hann," sagði Mayweather. Bardaginn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn á laugardagskvöldið og hefst útsending klukkan 1 um nóttina.
Box Mest lesið Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Handbolti Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Enski boltinn Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Körfubolti Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Tvær þrennur í níu marka stórsigri Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Fylgir í fótspor föður síns í Ofurskálinni „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State „Hvar er eiginlega myndavélin?“ Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Dagskráin í dag: Chiefs stefna á þriðju Ofurskálina í röð Sjá meira