20 milljónir horfi á kappræður Guðjón Helgason skrifar 2. maí 2007 19:45 Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn. Þetta eru fyrstu sjónvarpskappræður forseta efna í Frakklandi í 12 ár. Árið 1995 horfðu 17 milljón Frakkar á Jacques Chirac takast á við sósíalistann Lionel Jospin. Fyrir 5 árum vildi Chirac ekki taka þátt í kappræðum við þjóðernissinnanna Jean-Marie Le Pen, sem óvænt komst í aðra umferð kosninganna og því varð ekkert af kappræðum í það sinn. Valery Giscard d´Estaign, fyrrverandi Frakklandsforseti og stuðningsmaður Sarkozy, segir frammistaðan í kvöld skipta miklu máli. Sjálfur segir hann að kappræðurnar gegn Francois Mitterand 1974 hafa tryggt sér embættið en 7 árum síðar hafi Mitterand gert betur og hreppt hnossið. Spennan er mikil fyrir kappræðurnar í kvöld. Sarkozy hefur um 4% forskot á Royal og því mjótt á mununum. Sumir kjósendur hafa þegar ákveðið sig en aðrir ekki. Charles Senard - kjósandi: "Ég hef áhuga á að horfa á kappræður þeirra tveggja. Þær munu hafa úrslitaáhrif. Ég veit þó þegar hvort þeirra ég kýs. Þar sem þetta er naumt verður forvitnilegt að sjá hvað gerist." Leriche - kjósandi: "Kappræðurnar munu hjálpa mér að ákveðja hvorn frambjóðandan ég kýs. Ég kau hvorki Sarkozy né Royal í fyrri umferðinni. Ég styð frekar annan frambjóðandann en hinn, en þessar kappræður hjálpa mér að ákveða út frá framkomu frambjóðenda og viðhorfi." Christelle Leclerc - kjósandi: "Ég hef áhyggjur því Sarkozy er betri í kappræðum og ég hedl að Royal sé ekki eins orðheppin og hann, ekki eins sannfærandi, ekki eins vel máli farin, þó hugmyndir hennar séu betri." Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Búist er við að 20 milljón Frakkar fylgist í kvöld með sjónvarpskappræðum frambjóðendanna tveggja sem berjast um forsetaembættið í Frakklandi. Þetta er síðasta tækifæri sósíalistans Segolene Royal til að saxa á naumt forskot hægrimannsins Nicolas Sarkozy. Kosið er á sunnudaginn. Þetta eru fyrstu sjónvarpskappræður forseta efna í Frakklandi í 12 ár. Árið 1995 horfðu 17 milljón Frakkar á Jacques Chirac takast á við sósíalistann Lionel Jospin. Fyrir 5 árum vildi Chirac ekki taka þátt í kappræðum við þjóðernissinnanna Jean-Marie Le Pen, sem óvænt komst í aðra umferð kosninganna og því varð ekkert af kappræðum í það sinn. Valery Giscard d´Estaign, fyrrverandi Frakklandsforseti og stuðningsmaður Sarkozy, segir frammistaðan í kvöld skipta miklu máli. Sjálfur segir hann að kappræðurnar gegn Francois Mitterand 1974 hafa tryggt sér embættið en 7 árum síðar hafi Mitterand gert betur og hreppt hnossið. Spennan er mikil fyrir kappræðurnar í kvöld. Sarkozy hefur um 4% forskot á Royal og því mjótt á mununum. Sumir kjósendur hafa þegar ákveðið sig en aðrir ekki. Charles Senard - kjósandi: "Ég hef áhuga á að horfa á kappræður þeirra tveggja. Þær munu hafa úrslitaáhrif. Ég veit þó þegar hvort þeirra ég kýs. Þar sem þetta er naumt verður forvitnilegt að sjá hvað gerist." Leriche - kjósandi: "Kappræðurnar munu hjálpa mér að ákveðja hvorn frambjóðandan ég kýs. Ég kau hvorki Sarkozy né Royal í fyrri umferðinni. Ég styð frekar annan frambjóðandann en hinn, en þessar kappræður hjálpa mér að ákveða út frá framkomu frambjóðenda og viðhorfi." Christelle Leclerc - kjósandi: "Ég hef áhyggjur því Sarkozy er betri í kappræðum og ég hedl að Royal sé ekki eins orðheppin og hann, ekki eins sannfærandi, ekki eins vel máli farin, þó hugmyndir hennar séu betri."
Erlent Fréttir Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira